Ólympíuhátíð æskunnar

Íslensku keppendurnir á Ólympíuhátíð æskunnar keppa nú í Tampere í Finnlandi. Aðstæður eru góðar og liggja nokkur úrslit fyrir.

Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðablik lenti í 19. sæti í 200m hlaupi þegar hún hljóp á 26,53 sek. sem er bæting frá Gautaborgarleikunum þar sem hún hljóp á 26,60 sek.

María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hljóp 100m grindarhlaup á 15,07 sek. og endaði í 25. sæti. Hennar besti tími á árinu er 14,91 sek.

 Hjalti Geir Garðarsson úr ÍR endaði í 19. sæti í kringlukast eftir 43,90m kast með 1,5kg kringlu.

Keppni lýkur þann 26. júlí næstkomandi. Sveinbjörg Zophoníusdóttir á eftir að keppa í langstökki sem og Guðrún María Pétursdóttir en hún keppir í hástökki.

FRÍ Author