Búið er að velja 4 ungmenni sem fara á Ólympíuhátíð æskunnar á vegum ÍSÍ. Hátíðin fer fram dagana 14.19.júlí í Utrecht í Hollandi. Þetta mót er fyrir árgang 97 og 98 í frjálsunum.
Við sendum 2 stelpur og 2 stráka.
- Irma Gunnarsdóttir Breiðablik
- Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR
- Guðmundur Hjalti Jónsson ÍR
- Sigþór Helgason HSK
Samtals fara 23 keppendur frá Íslandi. Keppt er í greinum eins og fimleikum, júdói, sundi og tennis. Fararstjóri með frjálsíþróttakrökkunum verður Þórunn Erlingsdóttir. (Tóta)
Heimasíða mótsins er hér.