Ólympíudagar æskunnar 2015

Ólympíuhátíð  Evrópuæskunnar í Tbilisi Georgíu 26. júlí-1.ágúst 2015
Ársangursviðmið sem skapar sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu – sjá hér
 

Árangursviðmið FRÍ  fyrir sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er ekki skilyrði fyrir þátttökumöguleika á mótinu. Það kemur fram í texta undir töflunni (tengill að ofan) að íþróttamaður sem nær EKKI árangursviðmiði fyrir sjálfkrafa þátttökurétti getur öðlast þátttökurétt, engu að síður, ef 4 ná ekki árangursviðmiði. Þannig er lágmarksárangur FRÍ til að öðlast keppnisrétt óljós í flestum greinum og verður það þar til á lokadegi skráningar á mótið þann 8. júlí. Stjórn FRÍ hefur áform um að fjórir öðlist keppnisrétt á mótinu. Árangur samlvæmt stigatöflu ræður boði um þátttökurétt en þó með þeirri mögulegu undantekningu að einn íþróttamaður öðlast keppnisrétt í grein. Þjálfararáð ungmenna veitir ráðgjöf um þá stigatöflu sem notuð verðu við val íþróttamanna.  

 

* Fjölda keppenda og fylgdarmanna þarf að staðfesta þann 19. júní 

* Nöfn keppenda og keppnisgreinar þarf að staðfesta þann 8. júlí. 

* Flug til Georgíu: Hópurinn flýgur með Icelandair til Arlanda í Svíþjóð (Stokkhólmur) og þaðan með beinu  flugi til Georgíu. 

* Keppendum stendur til boða að dvelja í æfingabúðum í Svíþjóð í nokkra daga á Lidingö (nærri    Stokkhólmi) og þá flogið til Svíþjóðar með Icelandair þann 22.júlí kl. 7:35. 

* Óverulegur aukakostnaður (ef einhver verður) er samfara þátttöku í æfingabúðum – meira fjlótleg um það.

* Þeir sem sleppa æfingabúðum á Lidingö  fljúga með Icelandair til Svíþjóðar 25.júlí kl. 7:35 og áfram til   Georgíu sama dag  – flogið er frá Arlanda kl.15:05 og lent í Georgíu kl.20:05 

* Heimkoman: Hópurinn lendir í Keflavík  2. ágúst kl. 23:30 – komið á ÍSÍ í Laugardal um kl. 01:00.

 

* Kostnaður félags vegna íþróttamanns sem náð hefur árangursviðmiði er 25.000kr

* Kostnaður félags vegna íþróttamanns sem hefur EKKI náð árangursviðmiði er 60.000kr

* Allir keppendur fá glæsilegan íþróttagalla til eignar auk húfu og bakpoka – sjá hér 

Þjálfarar eru hvattir til að nýta vel stærri mót í maí og júní þar sem þau koma til með að vigta þyngar við val á íþróttamönnum en árangur sem næst á litlum innanfélagsmótum.

* Val keppenda ræðst af árangri samkvæmt stigatöflu og ráðgjöf frá þjálfararáði ungmenna í samráði við Unglinganefnd FRÍ. 


Með fyrirvara um formlega afgreiðslu stjórnar.

 

  

HM 16-17ára í Kolumbíu. ( með vísaan í textan að ofan)

Lágmörk IAAF  á HM 16-17 ára eru skilgreining á lágmarks árangri sem IAAF ætlast til að keppendur hafi náð til að þeir fái  keppnisrétt á mótinu. Kröfur IAAF um árangur eru afar mismunandi milli greina á þetta mót og ekki hægt að styðjast við þau viðmið ef markmiðið er að gæta jafnræðis milli greina um árangur samkvæmt stigatöflu. Ástæðan fyrir þessu ósamræmi í kröfugerð IAAF er m.a. markmiðið að fá sem flestar þjóðir til að taka þátt og þá með þeim hætti að raski sem minnst tímaseli og framkvæmd mótsins. Auðvelt er að bæta við riðlum í styttri hlaupum en sínu tafsamara að fjölga hópum í vallargreinum/ tæknigreinum. Ef fylgja á jafnræðisreglu um árangursviðmið til þátttöku á þessu móti verðu ekki hægt að styðjast við lágmörk IAAF fyrir þetta mót.  Árangursviðmið FRÍ um sjálfkrafa þátttökurétti á HM 16-17 hefur ekki verið skilgreint enda hefur FRÍ ekki forskráð neinn þátttakanda á það mót né skuldbundið sig fjárhagslega að öðru leiti vegna þess verkefnis. Ef FRÍ skilgreinir árangursviðmið fyrir sjálfkrafa þátttökurétt á mótið er FRÍ að skuldbinda sig til að senda íþróttamann og fylgdarmann á það mót gegn kostnaðarþáttöku félags kr. 25.000.  Kostnaður vegna eins þátttakanda og fylgdarmanns á mótið í Kólumbíu er um 400.000 kr.  Sama upphæð og fjórir einstaklingar í Ólympíuhópi FRÍ hafa fengið samanlagt á árinu 2015. Og þá m.v. þá íþróttamenn í Ólympíuhópi FRÍ sem njóta ekki aðstoðar frá Ólympíusamhjálpinni né A eða B styrkja frá ÍSÍ.  Já, við þurfum að vigta öll útgjöld og skoða fórnarkostnaðinn við ráðstöfun á okkar sameigilegu og takmörkuðu fjármunum. Síðasti skráningardagur keppanda á  HM 16-17 ára er seint í júní. 

Forsvarsmenn félaga sem eiga í sínum röðum einstaklinga sem horfa til þess að öðlast keppnisrétt á HM 16-17 eru hvattir til að ráðst tímanlega í fjáröflun vegna þessa verkefnis. Kostnaðarþátttaka félags mun þurfa að nema stærstum hluta af heildarkostnaði verkefnisins ef  skráning á mótið verðu viðhöfð í lok júní.