Ólympíuárið 2008 hafið!

Við hittumst reglulega – reyndar kominn tími á hitting…(hvað segið þið um spil heima hjá mér í næstu viku?) stundum hittumst við með Unni og stundum bara við íþróttamennirnir. Þegar Unnur hittist með okkur þá förum við yfir ýmsa hluti til að undirbúa okkur sem best fyrir Ólympíuleikana – ræðum um æfingabúðir, hvaða sérþarfir við höfum og þess háttar, seinast vorum við að ræða um opnunarhátíðina – en það er svoldið skrýtið að ræða og “plana” en Þórey er jú sú eina sem hefur náð lágmarki … so far … en bíðið bara hún fer ekki ein!
 
Fyrir mig persónulega eru æfingarnar að ganga mjög vel! Ég hef verið að lyfta hjá Sænskum fimleikaþjálfara (Bjöggi FH og Linda Ubk eru hjá honum líka), og ég er orðin rosalega sterk, hann bara hleður lóðunum á stangirnar eða bakið á mér og segir “Just do it” ég get ekki annað en hlýtt honum – he´s the coach. Ég hef einnig verið að hlaupa vel sprettina mína, stuttu og löngu – þetta er allt að koma saman hjá mér, er að verða spennt að fara að keppa.
 
Um helgina er Reykjavík International en ég ætla að keppa í 60m og 200m, held að Óðinn keppi í kúlunni. Þetta verður skemmtilegt mót svo ég hvet ykkur sem ekki eru að keppa að koma og horfa á!
 
En það er spurning að reyna að opna þetta á einhvern skemmtilegan hátt… Kannski ég segi ykkur einhverjar sögur sem ég á af hinum íþróttamönnunum.
 
 
 
Þórey Edda – vá þrjóskari manneskju er ekki hægt að finna… engin furða að hún sé búin að ná svona langt, enda gefst hún aldrei upp og gerir alltaf sitt besta. Þórey á það líka til að óvart vera hrikalega hreinskilin og segja það sem henni finnst – sem er mjög oft gott hlátursefni! Hún hikar ekki við að segja mér ef eitthvað er ljótt, þótt ég sé í því, en við getum alltaf hlegið að því! Við getum alltaf skemmt okkur, erum bestar þegar við erum bara við tvær saman í hláturskasti yfir einhverju sem fólk talar ekki venjulega um við aðra því það á að vera svo vandræðalegt.
 
Óðinn – ég hef þekkt Óðinn í mörg ár, farið í margar unglinga- og landsliðsferðir með honum. Stóri risinn minn, rosalega gott að hafa svona “Body guard” í öllum keppnisferðunum, man eftir einni opnunarhátíð þar sem ég sá ekkert, og fékk að vera á háhest á honum á meðan, eða þegar við njósnuðum um XXX hehe það var það fyndnasta í heimi. Óðinn var alltaf frekar feiminn og rólegur, en er núna aldeilis að koma út úr skelinni, hvet ykkur öll að fara að kynnast Óðni, ekki hægt annað en að skemmta sér með honum. Ein saga, ég, Óðinn og Einar Karl vorum í Amsterdam á EM unglinga, fórum í smá verslunarleiðangur (eða ég…), þeir fengu nóg af þessu og ég hljóp ein í búðir og þeir fengu sér kaffibolla og biðu eftir mér og geymdu pokana mína. Nema hvað, þegar ég tek upp úr pokunum um kvöldið að skoða hvað ég hafði keypt yfir daginn, þá er þarna stór svartur eineigður “dóni” í pokanum, ég öskraði eins og lungun leyfðu og heyrði þá strax fliss í strákunum við hurðina, þeir höfðu beðið eftir viðbrögðunum mínum… Good times.
 
Beggi – Söngvarinn mikli, þið sem ekki vitið þá er Beggi þrusu söngvari, t.d. þá syngur hann lag á nýja geisladisknum hans Óla Trausta (allir að kaupa) og gerir það brilliant! Beggi er alltaf kátur og hlægjandi, held ég hafi aldrei séð þennan mann í fýlu eða í vondu skapi. Eitt árið á Evrópubikar var hann að geyma myndavélina fyrir mig og gerði það með stæl, hljóp út um allt hótel með Jónas í eftirdragi að taka allskonar grettu myndir og í allskonar stellingum (ekki dónalegum samt), en ég á semsagt helling af grettumyndum af manninum síkáta, spurning að skella nokkrum inn…
 
Ásdís – Ég er nú bara ný búin að kynnast henni alminnilega, það var alltaf eins og það væri rígur á milli okkar, sem eiginlega meikar ekki sense þar sem við erum ekki einu sinni í sömu grein. En á Smáþjóðaleikunum í fyrra kynntist ég henni loksins alminnilega, hehe og stelpan er alveg frábær, jákvæð, metnaðargjörn, mjög alvarleg, virkar sem þessi engill, en svo sér maður að hún er með tattoo og gat í tungunni – það stangast alveg á við þá hugmynd sem maður fær af henni fyrst.
 
Jæja nú er þetta orðið ansi langt blogg – en verður maður ekki að opna þetta með stæl???
 
Gangi ykkur vel með allt
 
Kveðja Silja Úlfars

FRÍ Author