Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, endaði í sjötta sæti á Bislett leikunum sem fram fóru í Osló í gærkvöldi. Óðinn Björn kastaði kúlunni 18,66m. Sigurvegari var Tomasz Majewski frá Póllandi með 21,36m, annar varð kanadamaðurinn Dylan Armstrong með 20,82m og þriðji þjóðverjinn David Storl með 20,69m.
08jún