Óðinn Björn varpaði kúlunni 19,16 metra í gær

Óðinn Björn Þorsteinsson FH bætti sinn besta árangur í kúluvarpi innanhúss í gær þegar hann varpaði kúlunni 19,16 metra á 3. Coca Cola móti FH í Laugardalshöll. Óðinn átti best áður 18,70 metra frá því í febrúar 2007.
Hann á best 19,24 metra utanhúss, en sá árangur er einnig frá árinu 2007. Óðinn átti við meiðsl í fingri að stríða á sl. ári og keppti lítið. Þetta er fjórði besti árangur íslensks kúluvarpara frá upphafi, en árangur þeirra bestu frá upphafi er eftirfarandi:
1. Pétur Guðmundsson HSK, 20,66m (Íslandsmet 1990)
2. Hreinn Halldórsson KR, 20,59m (1977)
3. Óskar Jakobsson ÍR, 19,87m (1982)
4. Óðinn Björn Þorsteinsson, 19,16m (2009).
 
Þess má geta að Óskar Jakobsson, sem situr í þriðja sæti listans er föðurbróðir Óðins Björns.
 
Á mótinu í gær hljóp Károly Varga FH 1500m á 3:56,9 mín og Þorbergur Ingi Jónsson ÍR hljóp á 3:59,7 mín.
 
Úrslit frá mótinu í gær eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 

FRÍ Author