Óðinn Björn Þorsteinsson FH bætti enn og aftur sinn besta árangur í kúluvarpi í dag þegar hann keppti á Folksam Grand Prix í Gautaborg. Hann varð í þriðja sæti og kastaði 19,83m. Óðinn Björn hefur sýnt það á undanförnum vikum að 20m múrinn er innan seilingar en hann hefur verið að bæta sig jafnt og þétt frá því í vor.
Sjá nánar á heimasíðu Global Throwing http://vesteinn.com/3671