JJ mót Ármanns fer fram á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudag, og hefst keppni kl 18:20. Ólympíufararnir Óðinn Björn úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni eru skráð til leiks í kúluvarpi karla og spjótkasti kvenna. Mótið er annað mótið af sex í mótaröð FRÍ árið 2012. Keppt er til stiga á mótunum og munu sigurvegarar stigakeppninnar að lokum fá flugmiða í verðlaun.
Tímaseðil og skráningar á JJ mót Ármanns má sjá hér.