Óðinn Björn með bætingu

Hilmar Örn Jónsson úr ÍR bætti sig í sleggjukasti þegar að hann þeytti sleggjunni 64,13 m en hann er aðeins 15 ára. Hann hefur tvíbætt metið á þessu ári, fyrst í Svíþjóð í vor í 64,06 m og nú í 64,13 m eins og áður segir. 
 
Jófríður Ísdís Skaftadóttir USK bætti sinn árangur í kringluasti kvenna (1,0 kg) með kasti upp á 35,47 m, en best átti hún áður 28,83 m. Þetta er besti árangur 13 ára stúlku í kvennakringlu, en þyngd kringlunnar í hennar flokki er 600 gr.  Oktavía Edda Gunnarsdóttir úr FH bætti sinn árangur í sleggjukasti kvenna 45,44 m. Best hafði hún áður kastað 14,16 m fyrir ári síðan. Ragneheiður Annar Þórsdóttir sigraði í kringluasti kvenna með 47,93 m sem er besti árangur ársins, en hún á best 51,06 m frá því í fyrra.
 
Árangur á mótinu má sjá í heild sinni hér: mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/dagskraib1629.htm

FRÍ Author