Óðinn Björn með 19,14 metra í kúluvarpi í kvöld

Óðinn Björn Þorsteinsson FH varpaði kúlunni 19,14 metra á 4. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í kvöld.
Þetta er besti árangur Óðins á þessu ári, en hann á best 19,24 metra frá sl. ári, en hann var búinn að kasta engst 18,67 metra í vor. B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 19,80 metrar.
 
Þá kastaði Örn Davíðsson FH spjótinu 62,96 metra á kvöld, sem er aðeins 3 sm frá drengjametinu, sem hann setti fyrir tveimur vikum. Annar í spjótkastinu varð Guðjón Ólafsson Breiðabliki með 59,15 metra sem er persónulegt met hjá honum.
 

FRÍ Author