Óðinn Björn með 18,40 metra á fyrsta móti ársins

Óðinn Björn Þorsteinsson FH keppti á sínu fyrsta móti í ár í gærkvöldi, 1. CocaCola móti FH í Laugardalshöll.
Óðinn varpaði lengst 18,40 metra og átti þrjú önnur köst yfir 18 metra. Þetta er besta opnun hans frá upphafi að sögn þjálfara hans og er hann bjartsýnn á að Óðinn Björn kasti yfir 19 metra markið á næstu mótum.
 

FRÍ Author