Nýr vefur um frjálsíþróttir – www.frjalsar.net

Vefurinn mun skilgreina sig sem frétta –og upplýsingamiðill með fjölbreyttu ívafi og vinna að því að sameina fréttir og nauðsynlegar upplýsingar á einn stað og þannig auðvelda öllum leitinna að upplýsingum og fréttum um frjálsar.
 
Meginmarkmið frjalsar.net er að auka meðvitund og skapa meiri áhuga á frjálsum íþróttum.
 
Meðal þess sem frjalsar.net mun bjóða upp á er:
 
· Fréttir
 
· Viðtöl
 
· Ölfugt myndagallerý
 
· Blogg frá frjálsíþróttafólki
 
· Spjallborð
 
· Smáauglýsingar
 
· Atburðadagatal
 
Nokkrir liðir eru enn í vinnslu og munu þeir opna síðar í júní.
 
 
Árið 2008 verður án efa viðburðarríkt í frjálsum íþróttum enda mikið af mótum á næstunni. Ólympíleikarnir í Bejing eru að sjálfsögðu hápunktur sumarsins. Frjalsar.net mun leggja sig fram með að birta fréttir,greinar,viðtöl, myndir frá sem flestum atburðum sem eru að gerast í sumar.
 
Það er nokkuð ljóst að vinnan við að halda frjalsar.net úti er gríðarleg og ef að það eru einhverjir sem hafa áhuga á að leggja mér lið í þessu mikla og þarfa verkefni, þá ekki hika við að hafa samband. Ég hef nú þegar sett mig í samband við nokkra einstaklinga sem eru mjög aktívir á linsunni og eru þær myndir farnar að berast inn og er nú þegar hægt að skoða þær í myndagallerýinu. Aðrir sem að luma á góðum myndasöfnum og vilja deila þeim, er velkomið að senda það á mig, einnig væri ég meira en til í að fá myndir frá komandi mótum og ferðalögum svo að allir hinir geti fylgst með gangi mála.
 
Ástæða þess að ég opna www.frjalsar.net er að ég tel að það sé mikill þörf á slíkum miðli þar sem allar helstu upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað. Það er undir okkur sjálfum komið að koma frjálsum íþróttum á hærra plan og vona ég að frjalsar.net verði einn liður í því.
 
Karen Inga Ólafsdóttir
 

FRÍ Author