Nýr Markaðs- og viðburðarstjóri hjá FRÍ

Hanna Margrét Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin Markaðs- og viðburðarstjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða nýja stöðu og mun Hanna vinna náið með langhlaupanefnd FRÍ ásamt markaðssetningu og stjórnun langhlaupaviðburða á vegum FRÍ.

Hanna er með meistaragráðu í viðburða og ráðstefnustjórnun á alþjóðavísu frá Englandi og kennir núna áfanga um viðburðarstjórnun og áhrif þess á samfélagið við Háskólann á Hólum.  Hanna var verkefnastjóri ráðstefna hjá Meet in Reykjavik í tvö ár þar sem hún vann meðal annars við aukningu íþróttaviðburða og ráðstefna í samstarfi við hagsmunaaðila Sport in Reykjavik.

Við erum fullviss um að drifkraftur og áhugi Hönnu á langhlaupum og frjálsum muni koma vel að notkun fyrir þeim krefjandi verkefnum sem hennar bíða og óskum við henni góðs gengis ásamt því að bjóða hana velkomna til starfa.