Nýjir þjálfarar útskrifast og 2. stig á næsta ári í boði

CECS eða “Coaches Management Certification System”er fimm þrepa þjálfarafræðslukerfi sem IAAF hóf þróun á upp úr síðustu aldamótum og hefur verið að bjóða upp á í auknum mæli. Hluti 1. stigsins er “Kids Athletics”eða Krakkafrjálsar sem hafa verið að ryðja sér til rúms á mótum og sem kennsluaðferð með góðum árangri hér á landi undanfarið.
 
Frá því að haustið 2009 að haldið var leiðbeinendanámskeið á 1. stigi hér á landi hafa verið haldin árlega námskeið fyrir þjálfara á því stigi og 41 þjálfari hefur hlotið réttindi, eins og áður sagði. 
 
Á næsta ári verður boðið upp á þjálfaranámskeið á 2. stigi CECS. Skilyrði fyrir þátttöku eru að hafa staðist lágmarkseinkun á 1. stigi og unnið að þjálfun í um það bil ár, eða hafa aðra sambærilega menntun og unnið við frjálsíþróttaþjálfun um skeið. Hægt er að bjóða 12-14 þjálfurum á þetta námskeið sem til stendur að halda á komandi vori.
 
FRÍ gerði fyrr á þessu ári samkomulag við bæði HR og HÍ um kennslu á 1. stigi CECS í íþróttafræðideildum beggja skólanna. Í haust munuþví í fyrsta sinn allir nema á öðru ári íþróttafræði taka námskeið og flestir þeirra þreyta próf á 1. stigi. Við það mun einstaklingum með alþjóðlega frjálsíþróttaþjálfararéttindi fjölga árlega um 50-60 mann sem er mikill s
 
Aðalleiðbeinandi á námskeiðum FRÍ á þessum námskeiðum hefur verið Alberto Borges, en auk hans hafa Gunnhildur Hinriksdóttir, Gunnar Páll Jóakimsson, Guðmundur Hólmar Jónsson, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson kennt á þessum námskeiðum á vegum FRÍ. Öllum þeim eru færðar þakkir fyrir ötult og gott starf.

FRÍ Author