Nýjir dómarar

Þau sem hafa lokið prófi á þessu ári eru (í stafrófsröð): Bjarki Valur Bjarnason, Dagur Andri Einarsson, Egill Guðmundsson, Guðrún H Elliðadóttir, Gunnar Smith, Hafdís Rós Jóhannesdóttur, Ingibjörg Patricia Magnúsdóttir, Katrín Sveinsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, Lóa Björk Hallsdóttir, Magnús Haraldsson, Malgorzata Sambor- Zyek, Pálmey Sigtryggsdóttir, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Sigurður Steinarsson, Sigurlaug Ingvarsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Súsanna Helgadóttir, Svavar Valur Svavarsson, Unnur Sigurðurdóttir
 
Kennarar á þessum námskeiðum voru þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Haraldsson.
 
Skv. samþykkt þingsins í haust eru dómarastigin fimm:
  1. Aðstoðardómarar sem eru til aðstoðar greinastjórum,
  2. Greinadómarar ábyrgðamenn keppnisgreina á mótum,
  3. Héraðsdómarar sem geta verið yfirdómarar á innlendum mótum öðrum en MÍ og Bikarkeppnum,
  4. Landsdómarar sem geta til viðbótar verið yfirdómarar á Meistaramótum og Bikarkeppnum og greinastjórar alþjóðlegum mótum.
  5. Sérdómarar, t.d. markmyndadómarar, ræsar, sérhæfðir mælingamenn og dómarar í götu- og víðavangshlaupum.
Þeir sem hafa gild dómararéttindi skv. eldri regluggerð halda sínum réttindum út næsta ár skv. henni, þ.e. landsdómararéttindum.

FRÍ Author