Nýjar reglur varðandi keppnisskó

Þann 28.júlí síðastliðinn gaf Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (e. World Athletics) út nýja reglu varðandi keppnisskó. Sú regla, eða regla 5, segir til um leyfilega þykkt sóla á skóm í alþjóðlegum keppnum. 

Reglu 5 má finna hér en í henni er að finna reglur og upplýsingar varðandi klæðnað íþróttamanns í keppnum, keppnisnúmer og skó í keppnum (þykkt skósóla, gaddar o.fl.) en taflan er á öftustu síðu.

Hér er að finna lista yfir skó sem eru samþykktir af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, listinn var síðast uppfærður 8.janúar síðastliðinn.

Fleiri tæknilegar upplýsingar má finna á heimasíðu Aljóðafrjálsíþróttasambandsins eða hér.