Nýjar leiðbeiningar og viðmið varðandi val á landsliði Íslands í víðavangshlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt á heimasíðu sinni nýjar leiðbeiningar og viðmið varðandi val á Landsliði Íslands í víðavangshlaupum. Þær má sjá hér.

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum, fer fram nú um helgina og mun það hlaup vega þungt við val á Landsliði Íslands í víðavangshlaupum sem mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fer fram í Danmörku 11. nóvember nk. Fjórir íslenskir keppendur verða valdir til að taka þátt á mótinu fyrir Íslands hönd í ár.

Skráning í Víðavangshlaup Íslands er enn í fullum gangi inni á Mótaforritinu Þór en einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á helgagudny@fri.is með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu, félag, heimilsfang og síma. Einnig má skrá sig á staðnum þar til 30 mín fyrir hlaup. Rétt er að taka fram að það er ekki nauðsynlegt að vera í íþróttafélagi til að mega taka þátt.