Ný útgáfa af leikreglum komin á netið

Þetta er 20. útgáfa sem FRÍ gefur út og það er Birgir Guðjónsson formaður tækninefndar FRÍ sem sá um þessa útgáfu og er þetta sú þrettánda sem Birgir annast, en hann hefur séð um allar útgáfur af leikreglum frá árinu 1986 eða í 22 ár. Fyrsta útgáfa af leikreglum kom út árið 1915.
 
Nokkar breytingar voru gerðar á keppnisreglum á síðasta þingi IAAF í Osaka. Meginbreytingar eru sem fyrr merktar með hliðarstriki. Birgir vill sérstaklega benda á breytingar er varða jöfnu í hástökki.
 
Leikreglurnar verða einnig prentaðar á næstunni og hægt verður að kaupa bókina á skrifstofu FRÍ.
 
Frjálsíþróttasambandið þakkar Birgi Guðjónssyni fyrir hans mikla starf í þessum efnum, það eru mikil verðmæti að eiga fólk eins og hann að innan okkar vébanda.

FRÍ Author