Ný dagsetning fyrir MÍ 15-22 ára utanhúss

Meistaramót Íslands 15-22 ára utanhúss mun fara fram 18.-19. júlí í Kaplakrika. 

Mótið átti að fara fram 25.-26. júlí en þar sem verið er að endurskoða alla mótaskrá sumarsins var ákveðið að halda mótið 18.-19. júlí.

Nánari upplýsingar um mótið og uppfærða mótaskrá FRÍ mun koma síðar.