Ný dagsetning á Ólympíuleikunum

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt fyrir Ólympíuleikana sem áttu að fara fram í sumar. Þeir munu fara fram í Tókýó eins á áætlað var nákvæmlega einu ári seinna en til stóð, 23. júlí til 8. ágúst 2021.

Alþjóðlega Ólympíunefndin og skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 tóku þessa ákvörðun með heilsu íþróttafólks og þeirra sem koma að leikunum að leiðarljósi og til þess að sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Ásamt því að gæta hagsmuna Ólympíuíþrótta og íþróttafólks svo sem minnst röskun verði á öðrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum.

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum fer fram í Oregon í Bandaríkunum árið 2021 og átti að standa yfir frá 6. til 15. ágúst. Með tilfærslu á Ólympíuleikunum er ljóst að einnig þurfi að færa Heimsmeistaramótið.

Hér má lesa tilkynninguna frá IOC í heild sinni.