Norðurlandsleikar á Sauðárkróki 16. og 17. ágúst nk.

Frjálsíþróttaráð UMSS og Frjálsíþróttadeild Tindastóls bjóða til Norðurlandsleika dagana 16. og 17. ágúst nk.
 
Keppt verður í aldursflokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri.
 
Keppni hefst kl. 14:00 á laugardegi og stendur til kl. 18:30. Á sunnudegi hefst keppni kl. 11:00 og lýkur um kl. 13:30. Keppni fyrir 12 ára og yngri lýkur á laugardegi, nema að þau vilji keppa "upp fyrir sig" á sunnudegi í grindarhlaupi og 200 m hlaupi.
 
Þátttökugjöld eru kr. 2.000 á keppanda 10 ára og yngri, en kr. 3.000 fyrir 11 ára og eldri.
 
Tímaseðil mótsins má sjá á Mótarforriti FRÍ, en margar greinar eru í boði.
 
Rúmlega klukkustundarhlé verður gert á keppni á laugardegi milli kl. 16:15 og 17:30, en keppni 10 ára og yngri verður þá lokið. Þetta hlé geta keppendur og aðrir notfært sér til að skoða Landbúnaðarsýninguna í Reiðhöllinni, eða taka sér hvíld.
 
Allir 10 ára og yngri þátttakendur fá þátttökupening. Verðlaunapeningur er í boði fyrir 1. – 3. sæti fyrir 11 ára og eldri keppendur.
 
Frítt verður í sund fyrir alla þátttakendur á laugardagskvöldinu frá kl. 19:00.
 
Þessa helgi verður Landbúnaðarsýning í Reiðhöllinni Svaðastöðum og eru allir hvattir til að fara þangað og skoða. Aðgangur alla helgina er kr. 1.000 fyrir 12 ára og eldri.
 
Góð tjaldstæði eru á Sauðárkróki og því tilvalið að tjalda með alla fjölskylduna. Einnig verður hægt að fá svefnpokapláss í skólum. Svefnpokaplássið kostar kr. 1.000 nóttin.
 
Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 14. ágúst nk.
 
Svo óheppilega vildi til á þingi FRÍ í vor, að Meistaramót Íslands 11-14 ára, var fært á þessa helgi, en var áður sett á helgina 31. ágúst til 1. sept. Þar sem ekki var hægt að færa þetta mót, vegna annarra viðburða, var ákveðið að halda þetta mót á áður ákveðnum dögum, en bjóða upp á keppni í öllum aldurshópum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla keppendur 11 til 14 ára að fara á MÍ á Laugum. Þeir sem ekki treysta sér á það mót, er velkomið til okkar!
 
Verið velkomin í Skagafjörðinn
 
f.h. mótshaldara,
 
Gunnar Sigurðsson
 

FRÍ Author