Norðurlandamótið 19 ára og yngri

Norðurlandamót 19 ára og yngri verður haldið á Íslandi eins og flestir vita. Mótið fer fram á Akureyri helgina 28.-29.ágúst. Hvert land sendir 2 keppendur í grein nema Danir og Íslendingar sem senda sameiginlegt lið. Við höfum því 1 keppenda í öllum greinum nema í göngu kvenna og karla því en hefur ekki verið byrjað að æfa göngu hér á landi.
Farið verður með stóran hóp af keppendum eins og greinin hér fyrir neðan segir frá og viljum við hvetja sem flesta að skella sér á Akureyri og fylgjast með flottasta frjálsíþróttafólki Norðurlanda. Mætum og hvetjum okkar íþróttafólk.
 
Heimasíða mótsins er: http://nm-u20.umse.is

FRÍ Author