Norðurlandamótið í frjálsum íþrótttum fer fram í Noregi, sunnudaginn 10. febrúar þar sem Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku. Finnland, Svíþjóð og Noregur senda einnig lið á mótið. Mótið hefst klukkan 12 á íslenskum tíma og stendur yfir til 16. Hér má sjá tímatöflu fyrir mótið.
Íslendingar eiga sex keppendur á mótinu, það eru:
- Kormákur Ari Hafliðason keppir í 400 metra hlaupi klukkan 13:50
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir í 200 metra hlaupi klukkan 14:45
- Þórdís Eva Steinsdóttir keppir í 400 metra hlaupi klukkan 13:35
- Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 metra hlaupi klukkan 13:15
- María Rún Gunnlaugsdóttir keppir í hástökki klukkan 13:50
- Hafdís Sigurðardóttir keppir í langstökki klukkan 12:30
Þjálfarar, fagteymi og fararstjóri eru Ragnheiður Ólafsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Freyr Ólafsson og Ásmundur Jónsson.
Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu þar sem Freyr Ólafsson verður þulur. Hér má horfa á útsendinguna þegar hún fer í loftið.
Heimasíða mótsins er hér þar sem má finna nánari upplýsingar.