Í flokki pilta U20 keppir Tristan Freyr Jónsson ( 1997, ÍR). Eftir fyrri dag hlaut hann 3888 stig og er í 3. sæti af sjö keppendum sem luku keppnisdeginum. Tristan stefnir í verulega persónulega bætingu með árangri sínum á fyrra degi og er aðeins 48 stigum frá fyrsta manni Finnanum Artur Hamalainen sem er með 3936 stig. Árangur Tristan vekur athygli þar sem hann er á fyrra ári í þessum flokki. Sjá tengil hér
Í flokki stúlkna U18 keppir Irma Gunnarsdóttir (1998, Breiðablik) í sjöþraut. Eftir fyrri dag er Irma með 2772 stig og í 12. sæti af 14 keppendum. Með góðum árangri á seinni degi stefnir í bætingu hjá Irmu og árangur yfir 4600 stig sem skilað gæti henni í gott sæti. Sjá tengil hér
Í flokki pilta U18 keppa þeir Guðmundur Karl Úlfarsson (1998, Ármanni) og Guðmundur Smári Daníelsson (1998, UMSE). Eftir fyrri daginn er Guðmundur Karl með 3158 stig í 6.sæti af 11 keppendum og Guðmundur Smári með 2951 stig í 9. Sæti. Vonir standa til að þeir fari báði yfir vel yfir 6000 stig eftir góðan dag á morgun, en þá er m.a. keppt í spjótkasti sem er mjög sterk grein hjá Guðmundi Smára. Sjá tengil hér
Þjálfarar í ferðinni eru þeir Þráinn Hafsteinsson (ÍR) og Alberto Borges (Breiðablik).