Norðurlandamót 22 ára og yngri

Um næstu helgi, 4. og 5. september, verður haldið Norðurlandameistaramót í frjálsum 22 ára og yngri í Söderhamn í Svíþjóð. Í ár náðu yfir átta einstaklingar lágmörkum á þetta mót en þau eru fimm sem fara út að til að keppa. Þau eru;
  • Fjóla Signý Hannesdóttir HSK; keppir í 400m grindarhlaupi og hástökki.
  • Örn Davíðsson FH; hann keppir í spjótkasti.
  • Bjartmar Örnusön UFA; hann keppir í 800m hlaupi.
  • Þorsteinn Ingvason HSÞ; hann keppir í langstökki.
  • Guðmundur Sverrisson ÍR; hann keppir í spjótkasti.
Fararstjóri og þjálfari í þessari ferð er Pétur Guðmundsson.
 
Hægt er að sjá tímaseðili, nafnalista og úrslit á þessari síðu hér
Við óskum þeim góðs gengis. Áfram Ísland.

FRÍ Author