Norðurlandamót 20-22 ára úrslit

Keppendurnir 5 frá Íslandi hafa lokið keppni í Svíþjóð. Árangurinn þeirra var nokkuð góður. Hæst ber að nefna að Þorsteinn Ingvason HSÞ náði silfri í langstökki með stökk uppá 7,52m. Önnur úrslit hjá hópnum er;
  • Bjartmar Örnuson UFA hljóp 800m á 1:53,94 og varð í 8.sæti
  • Örn Davíðsson FH kastaði spjótinu 62,55m og varð í 11. sæti
  • Guðmundur Sverrisson ÍR kastaði spjótinu 60,89m og varð í 12. sæti
  • Fjóla Signý Hannesdóttir kláraði ekki keppni.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangur helgarinnar. Þau eru örugglega flest komin í frí núna frá keppni og æfingum í einhvern tíma en munu síðan koma ennþá sterkari inn í vetur.
 

FRÍ Author