Norðurlandamót 20-22 ára

Sveinbjörg Zophoníasdóttir keppti í langstökki í dag og leiddi þá keppni þar til í næst siðustu umferð. Hún endaði í 3.sæti með stökk uppá 6,09m. Þá stökk eistnesk stúlka að nafni kaia Soosaar 6,11m í næst síðustu umferð og finsk stúlka að nafni Emmi Makienen náði í síðasta stökkinu sínu 6,13m. Hörð keppni hjá þeim. En Sveinbjörg átti mjög flotta stökkseríu, 6,01-ógilt-6,09-5,97-6,09-6,02. Flottur árangur hjá henni og grátlega nálægt að sigra. Þetta er ársbesta hjá henni en persónulega best á hún 6,27m.
 
Ívar Kristinn Jasonarson virðist hafa átt í vandræðum með hlaupið sitt og endaði í 8.sæti á tímanum 58,27sek sem er töluvert frá hans besta tíma. (um 5sek frá)
 
Ingvar Hjartarson keppti í 5000m og hefur örugglega erfiðað mikið í hitanum. Hann endaði í 5.sæti á tímanum 15;26,91mín. Hann á best rétt um 15 mínúturnar og var því aðeins frá hans besta.
 
Sindri Lárusson og Kristján Viktor Kristinsson kepptu báðir í kúluvarpi. Sindri endaði í fimmta sæti með kasti uppá 16,52m og Kristján endaði í 8.sæti með kast uppá 14,55m. Sindri  best 17,22m síðan fyrr í sumar og Kristján Viktor á best 15,59m einnig frá því fyrr í sumar. Þeir því aðeins frá þerira besta.
 
Á  morgun er dagskráin svona; 

Sunnudagur

10:15  Ívar Kristinn 200m

11:00 Hlynur 1500m

11:30 Sveinbjörg 100m grind

12:00 Sveinbjörg kúluvarp

FRÍ Author