Norðurlanda-Baltic Meistaramótið í Finnlandi, Arna Stefanía með gull.

Norðurlanda-Baltic meistaramótið í flokki 20-22 ára fer nú fram í Espoo í Finnlandi. Arna Stefanía Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði 400m grindahlaupið á sínum besta tíma 56.08 sek og var hún 25/100 á undan næstu stúlku, Arna átti best 57,14 sek þannig að þetta er góð bæting. Tími Örnu er annar besti tími sem íslensk kona hefur hlaupið á frá upphafi, aðeins Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur frá árinu 2000, 54.37 sek er betri tími. Tími Örnu er nýtt Íslandsmet í flokki 20-22 ára en auk þess hefði tíminn verið lágmark á síðustu Ólympíuleika. Gríðalega gott hlaup hjá Örnu. 
Hilmar Örn Jónsson varð í 2. sæti í sleggjukasti með 66.15 m, nokkuð frá hans ársbesta sem er 72.12 m.

FRÍ Author