NM unglinga í fjölþrautum um helgina og sex keppa í Regensburg

Á síðasta ári unnu þau Einar Daði, Helga Margrét og Sveinn Elías unnu öll til silfurverðlauna á þessu sama móti, þá keppti Einar Daði í 17 ára og yngri flokki, en Helga og Sveinn keppa í sömu flokkum aftur núna og eru bæði á elsta ári í aldursflokknum. Guðrún María er að keppa í fyrsta sinn á þessu móti, en hún verður 16 ára á þessu ári.
 
Það verður gaman að fylgjast með árangri okkar fólks í Finnlandi um helgina, en þau Helga Margrét og Sveinn Elías hafa bæði náð lágmarki fyrir Heimsmeistamót 19 ára og yngri í þessum greinum, en það mót fer fram í Pólandi í næsta mánuði. Einar Daði á einnig góða möguleika á að ná lágmarki fyrir HM unglinga í tugþraut um helgina ef all gengur að óskum. Keppt er með unglingaáhöldum í báðum þessum aldursflokkum t.d. er notuð 3kg kúla og hlaupið yfir 76 sm grindur í sjöþrautinni, þannig að Helga Margrét getur ekki sett Íslandsmet í kvennaflokki á þessu móti.
Þjálfarar í ferðinni eru Stefán Jóhannsson, sem er persónulegur þjálfari Helgu og Sveins og Þráinn Hafsteinsson, sem er þjálfari Einars Daða. Heimsíða mótsins er: www.jku.fi
 
Fimm landsliðsmenn keppa á Sparkassen Gala í Regensburg á sunnudaginn.
Þau Björvin Víkingsson FH (400m gr.), Silja Úlfarsdóttir FH (400m gr.), Óli Tómas Freysson FH (100m), Þórey Edda Elísdóttir FH (stangarstökk), Stefán Guðmundsson Breiðabliki (3000m hindun) og Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabliki (1500m) keppa á Sparkassen Gala í Regensburg í Þýskalandi á sunnudaginn. Mótið er mjög sterk, en það er hluti af mótaröð í Þýskalandi, þar sem flest sterkasta frjálsíþróttafólk Þýskalands keppir. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um mótið s.s. keppendalista á heimasíðu mótins: www.sparkassen-gala.de
 

FRÍ Author