NM 20-22 ára seinni dagurinn

Sveinbjörg Zophoníasdóttir keppti í 100m grind og endaði í 6.sæti á tímanum 14,38 sek Rétt við hennar besta tíma sem er 14,24sek. 
 Sveinbjörg Zophoníasdóttir endaði í öðru sæti í kúlunni á NM 20-22 ára með kasti uppá 14,01m. Fyrsta sætið aðeins 3cm á undan henni. Besti árangurinn hjá henni utanhús en hún á lengra innanhúss síðan fyrr á árinu eða um 14,33m.
Hlynur Andrésson kláraði 1500m á tímanum 3;58,12mín. Hann endaði í 8.sæti. Rétt við hans besta tíma sem er 3;55,95mín. 
Ívar Kristinn Jasonarson keppti í 200m og endaði í 11.sæti á tímanum 22,64sek. Nokkuð frá hans besta.Hann hefur hlaupið best í ár 21,96sek. 

FRÍ Author