NM 19 ára og yngri seinni dagur

Juan Ramon úr ÍR hljóp í aukahlaupi í 100m og varð annar með tímann 11,78sek en með mótvind uppá -2,5m/s. Hann á best tímann 11,50sek .
 
Ingi Rúnar úr Breiðablik keppti í stangarstökki, varð í 6.sæti með 4,45m. Hann á best 4,69m frá því á Meistaramótinu 15-22 ára á Akureyri um síðustu helgi.
 
María Rún úr Ármanni hljóp 100m grindahlaup á tímanum 15,20sek og varð í 8.sæti. Hún fékk einnig mótvind uppá -2,5m/s. Hún á best 14,72sek.
 
Arna Stefanía úr ÍR hljóp 200m á tímanum 25,77sek og varð í 7.,sæti. Hún var aðeins frá sínu besta tíma sem er 25,14sek utanhús. Hún á síðan 24,92sek frá því inni í byrjun árs.
 
Ívar Kristinn úr ÍR hljóp 200m á tímanum 22,71sek og varð í 8.sæti. Hann var rúmri sekúndu frá sínu besta tíma sem er 21,96sek.
 
Sindri Hrafn úr Breiðablik kastaði spjótinu áðan 56,66m og varð í 8.sæti. Hann er rétt við sinn besta árangur sem er 57,86m.
 
Ingi Rúnar úr Breiðablik kastaði kringlunni (1,75kg) 44,15m. Hann varð í 7.sæti með þennan árangur.

FRÍ Author