Um helgina 10-11. júní fer fram Norðurlandamót unglinga í fjölþrautum í Kuortane í Finnlandi. Frjálsíþróttasamband Ísland hefur að þessu sinni valið 5 manna hóp til að keppa fyrir hönd Íslands á mótinu. Þau eru
- Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki sem keppir í sjöþraut 18-19 ára stúlkna
- Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR sem keppir í sjöþraut 16-17 ára stúlkna
- Tristan Freyr Jónsson ÍR sem keppir í tugþraut 20-22 ára ungkarla
- Ísak Óli Traustason UMSS sem keppir í tugþraut 20-22 ára ungkarla
- Kolbeinn Tómas Jónsson ÍR sem keppir í tugþraut 16-17 ára drengja
Það verður spennandi að fylgjast með þessum hóp og alls ekki ólíklegt að einhverjir í hópnum geri atlögu að verðlaunapallinum. Tristan Freyr Jónsson varð til að mynda Norðurlandameistari í tugþraut 18-19 ára í fyrra og verður því spennandi að fylgjast með hvernig honum reiðir af í 20-22 ára flokknum. Hann mun á þessu móti reyna við lágmörk á Evrópumeistaramót 20-22 ára.
Þjálfara og fararstjórar í ferðinni verða Þráinn Hafsteinsson og Brynjar Gunnarsson. Þá verður fulltrúi unglinganefndar á svæðinu og mun gera sitt besta að birta fréttir og myndir á facebook síðu úrvals- og stórmótahóps FRÍ https://www.facebook.com/unglingarifrjalsum/