Arna Stefanía Guðmundsdóttir, kom rétt í þessu í mark í 400m hlaupi á NM í Växjö og hafnaði í 3. sæti með sínum næstbesta árangri í þeirri grein 54,48sek. Arna Stefanía sérhæfir sig í 400m grindarhlaupi og hefur tryggt sér farseðilinn á EM í júlí í grindarhlaupinu. Árangur hennar í dag í 400m lofar góðu upp á framhaldið í grindarhlaupinu. Arna Stefanía hljóp í fyrri riðli 400m hlaupsins og sigraði þann riðil, Hún náði hins vegar betri tíma en tvær þeirra sem hlupu í síðari riðlinum og vann því til bronsverðlauna eins og fyrr greindi – glæsilegt.
13feb