Á morgun keppa íslensku keppendurnir fjórir á NM í víðavangshlaupum í Middelfart í Danmörku. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu og keppir Baldvin Þór Magnússon í flokki U20 pilta, Andrea Kolbeinsdóttir ÍR í flokki U20 stúlkna, Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni í kvennaflokki og Arnar Pétursson ÍR í karlaflokki.
Brautin er áhugverð en megnið af leiðinni er hlaupið á grasi en svo er sandur á nokkrum köflum en gríðarlegur fjöldi af beygjum gera brautina að auki sérlega erfiða eins og sjá má hér:
Fylgst verður með gangi mála en úrslit birtast á heimasíðu hlaupsins sem er hér
Allir keppa á morgun 11.nóvember og í þessari röð og vegalend:
09:30 (10:30 að staðartíma) keppir Andrea Kolbeinsdóttir í 4,5 km hlaupi
10:10 (11:10 að staðartíma) keppir Baldvin Þór Magnússon í 7,5 km hlaupi
11:30 (12:30 að staðartíma) keppir Helga Guðný Elíasdóttir í 6,0 km hlaupi
12:30 (13:30 að staðrtíma) keppir Arnar Pétursson í 9,0 km hlaupi
Burkni Helgason er þeim svo öllum til halds og trausts.
Áfram Ísland