Námskeið fyrir leiðbeinendur

FRÍ er með í undirbúningi að taka upp nýtt fræðslukerfi fyrir frjálsíþróttaþjálfara sem IAAF eða Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur innleitt, en þetta verkefni hefur verið í undirbúningi frá því á vordögum 2008. Eins og flestum sem starfa við frjálsíþróttir er ljóst, hefur kerfisbundin fræðsla og endurmenntun verið af skornum skammti og er þessi vöntun m.a. staðfest í nýlegri úttekt Lovísu Hreinsdóttur. CECS er fimm þrepa fræðslukerfi þjálfara sem nefnist á ensku: IAAF Coaches Education Certified System eða CECS. Fyrsta skrefið við að innleiða þetta fræðslukerfi hér á landi er á námskeið fyrir leiðbeinendur á 1. stigi, sem haldið dagana 1. til 6. okt. nk. í Laugardal í Reykjavík, en stefnt er að því bæði að halda fleiri námskeið hérlendis og að senda þátttakendur á námskeið erlendis í framtíðinni. Stigskipting CECS kerfisins er í stuttu máli eftirfarandi:
 
1. stig er ætlað börnum og unglingum (KidsAthletics).
2. stig er fyrir almenna félagsþjálfurum.
3. stig er hugsað fyrir félagsþjálfurum, en með nokkurri sérhæfingu.
4. stig er ætlað yfirþjálfurum og sérgreinaþjálfurum.
5. stig er fyrir landsliðþjálfara, þjálfara afreksfólks og þeim sem stunda fræðslu annarra þjálfara.
 
Það námskeið sem hér um ræðir er námskeið fyrir leiðbeinendur á 1. stigi. Þátttakendur námskeiðsins öðlast alþjóðleg kennsluréttindi IAAF. Þetta er sex daga námskeið, sem hefst á fimmtudeginum 1. okt. nk. og lýkur á þriðjudeginum 6. s.m. Stefnt er að því að námskeiðið hefjist kl. 13 virka daga og standi fram eftir degi, en á laugardag og sunnudag hefjist það fyrr og ljúki síðdegis. Á námskeiðinu verður bæði farið í fræðilega þætti ásamt verklegri kennslu. Ekki hefur endanlega verið gengið frá dagskrá, en fyrirlesari verður Abdel Malek El-Hebil sem er aðalfyrirlesari IAAF á 1. stigi CECS. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir. Eins hefur ekki verið ákveðið með kostnað, en honum verður stillt mjög í hóf.
 
Hægt er að finna upplýsingar á heimasíðu IAAF um KidsAthletics, auk þess sem fylgir með í bréfi þessu: http://www.iaaf.org/development/kids/index.html
 
Unnið er að frekari undirbúningi og hefur sérstök nefnd á vegum FRÍ verið sett á laggirnar til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Ítarlegri kynning meðal sambandsaðila FRÍ og umfjöllun verður síðar.
 
Tilkynningar um þátttöku berist til skrifstofu FRÍ: jonas@fri.is eða í síma 514-4040. Eins er gott að vita hvort henti betur að byrja kl. 8 árdegis eða 1 síðdegis. IAAF setur mörk við 16 þátttakendur að hámarki. Námskeiðið fer fram á ensku.

FRÍ Author