Mótaskrá utanhúss liggur fyrir

MÍ 11-14 ára verður haldið í Hafnarfirði 22. og 23. júní nk. MÍ 15-22 ára verður á Laugardalsvelli í umsjón Umf. Fjölnis. Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri verður í Kópavogi 25. ágúst. MÍ í fjölþrautum verður á Sauðárkróki 20. og 21. júlí. Meistaramótið í 5 km og 10 km á braut verður á Akureyri samhliða Akureyrarmótinu 17. og 18. júlí.
 
Fyrsta meistarmótið verður Víðavangshlaup Íslands 11. maí nk. og verður það í Reykjavík í umsjón frjálsíþróttadeildar Ármanns. Hlaupið er opið þátttöku allra hlaupara.
 
MÍ í götuhlaupum:
  • MÍ í maraþoni verður samhliða Reykjavíkurmaraþoni 24. ágúst.
  • MÍ í hálfu maraþoni verður haldið samhliða Akureyrarhlaupinu, 27. júní.
  • MÍ í 10 km götuhlaupum, verður samhliða Ármannshlaupinu í Reykjavík, 10. júlí.
  • MÍ í 5 km götuhlaupum, verður samhliða Víðavangshlaupi ÍR, 25. apríl
Mótaskrá FRÍ er hægt að sjá hér sem pdf skjal og hér á heimasíðu FRÍ, en hún er uppfærð reglulega. Einstök mót og viðburðir verða síðan kynntir sérstaklega með fyrirvara.

FRÍ Author