Mjög góð þátttaka á Meistaramóti yngstu aldursflokkana

Flestir keppenda koma frá HSK/Umf. Selfossi og ÍR eða 64 frá hvoru félagi. Þá eru 60 boðhlaupssveitir skráðar til leiks. Skráningar eru alls 1.503, skv. þeim skráningum sem nú liggja fyrir.
 
Mótið fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík og hefst kl. 10 bæði laugardag og sunnudag. Keppni lýkur síðan um kl. 15 á sunnudag, skv. tímaseðli.
 
Hægt verður að fylgjast með úrslitum á mótinu, jafnóðum og þau birtast á Mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author