Mikið um persónulegar bætingar á Aðventumóti Ármenninga

Þá voru fjögur aldursflokkamet slegin á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll í gær. Þau eru:
  • Birna Kristín Kristjánsdóttir Ármanni hljóp 60 metra á 8,25s sem er met í flokki 12 ára stúlkna., gamla metið var: 8,30s.
  • Styrmir Dan Hansen Steinunnarson Þór, Þorlákshöfn stökk 1,93m í hástökk pilta 15 ára. Gamla metið var 1,91m.
  • Daði Arnarson Fjölni hljóp 800m á 2:03,43 og bætti met í flokki 15 ára piltar úr 2:04,36.
  • Sæmundur Ólafsson ÍR hljóp 1500m 3:56,42 og bætti metið í flokki 18-19 ára sem var 3:58,37 í eigu Kára Steins Karlssonar, sjá mynd Gunnlaugs Júlíussonar af þeim tveimur hér að ofan.
Þessi árangur lofar því góðu fyrir komandi innanhússkeppnistímabil. Heildarúslit mótsins má finna á heimasíðu Ármenninga hér.
Myndband af metstökki Styrmis Dans má sjá hér. Fleiri myndir munu birtast á myndasíðu Ármanns hér.

FRÍ Author