Mikið að gerast í Tampere á Ólympíuhátíð æskunnar

Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðablik lenti í 19. sæti í 200m hlaupi þegar hún hljóp á 26,53 sek. sem er bæting á sínum besta árangri frá Gautaborgarleikunum þar sem hún hljóp á 26,60 sek.
 
María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni hljóp 100m grindarhlaup á 15,07 sek. og endaði í 25. sæti. Hennar besti tími á árinu er 14,91 sek.
 
Hjalti Geir Garðarsson úr ÍR endaði í 19. sæti í kringlukast eftir 43,90m kast með 1,5kg kringlu. Hann átti gott kast sem hefði eflaust verið upp á 47metra en datt aðeins fram fyrir sig.
 
Sveinbjörg Zophoníasdóttir keppti í langstökki og stökk hún 5,57m í langstökki sem er 11cm frá hennar besta en hún var í stuði og fór atrennan því aðeins úr skorðum hjá henni, en gaman verður að fylgjast með henni á komandi mótum því hún á eftir að bæta sig verulega undanfarið. Hún keppti einnig í kúluvarpi í gær og varpaði kúlunni 11,21 sem er einnig aðeins frá hennar besta, en mikið álag hefur verið á henni undanfarið, enda nýkomin frá HM ungmenna.
 
Guðrún María Pétursdóttir stökk hástökk á mánudag og gekk því miður ekki nógu vel. En Guðrún María er efnileg og verður gaman að sjá hana á komandi mótum ásamt hinum krökkunum okkar í þessari ferð.
 
Keppni lýkur þann 26. júlí næstkomandi.

FRÍ Author