Miðnæturhlaup Powerade í kvöld

Í fyrra hlupu um 1500 hlauparar í þessu vinsæla hlaupi, útlitið er fyrir svipaðan fjölda í ár og ljómandi gott hlaupaveður. Í fyrra höfðu 1050 skráð sig þegar lokað var fyrir forskráningu, nú eru þeir 1040.
 
Þeir sem hafa gleymt sér eiga enn möguleika, en hlauparar geta skráð sig á staðnum, í gamla inngangi Laugardalslaugarinnar frá klukkan 16:00 á morgun.
 
Miðnæturhlaupið er hluti af Powerade mótaröðinni. Þau Þórólfur Ingi Þórsson ÍR og Arndís Ýr Hafþórsdóttir Umf. Fjölni leiða stigakeppnina í mótaröðinni. Fast á hæla þeim í stigakeppninni koma Þorbergur Ingi Jónsson og Hrönn Guðmundsdóttir úr ÍR, öll fjögur eru þegar skráð til keppni á morgun.
 
 

Nokkrar myndir frá í fyrra má sjá hér.
Frekari upplýsingar má sjá hér.

FRÍ Author