Michael Johnson í uppáhaldi hjá lesendum FRÍ

Michael Johnson er fæddur í borginn Dallas, í Texas fylki Bandaríkjanna, 13. september árið 1967. Johnson er eini karlmaðurinn í sögu frjálsíþróttanna sem hefur unnið gullverðlaun í bæði 200m og 400m hlaupum á sömu Ólympíuleikum. Þetta gerði hann í Atlanta árið 1992 og aftur skráði hann nafn sitt á spjöld sögunnar þegar hann varði titil sinn í 400m hlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, en það hefur enginn leikið eftir.
 
Heimsmet Johnsons í 400m hlaupi stendur enn, metið er 43.18sec, frá árinu 1999 á heimsmeistarmótinu í Sevilla. Alls vann Johnson 8 heimsmeistara titla og fjögur Ólympíugull. Þrátt fyrir að hafa verið óheppinn á leikunum í Barcelona, þar sem hann og þjálfari hans veiktust illa af matareitrun. 
 
  
 
Hér að ofan má sjá mynd af Johnson, frá Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996, setja heimsmet í 200m hlaupi. Metið var síðar slegið af Usain Bolt.
 
Frekari upplýsingar um Michael Johnson má finna hér

FRÍ Author