MÍ öldunga um helgina – ÍR sigraði í stigakeppni mótsins

Keppt var um stigabikar milli félaga á mótinu og vann ÍR stigakeppni mótins að þessu sinni, hlutu samtals 202 stig, FH varð í öðru sæti með 106 stig og Ármann í þriðja sæti með 49 stig.
 
Keppt var í aldursflokkum 30 ára og eldri í kvennaflokkum og 35 ára og eldri í karlaflokkum. Elsti keppandi mótins var Haraldur Þórðarson Ármanni, en hann er fæddur árið 1916 og verður því 92 ára á þessu ári, en hann keppti í kúluvarpi og lóðkasti á mótinu.
 
Heildarúrslit frá MÍ öldunga eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
Næsta stóra verkefni öldunga er svo Norðurlandameistaramótið, sem fram fer í Laugardalshöllinni 29. febrúar til 2. mars nk., en um 250 keppendur hafa skráð sig á mótið, þar af um 200 erlendir þátttakendur.

FRÍ Author