MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga um helgina

Á sunnudaginn hefst keppni á meistaramóti öldunga aftur kl. 10:00 og kl. 13:00 í sjöþraut karla og sveina. Þá fer einnig fram keppni í fimmtarþraut kvenna og meyja.
 
Mjög góð þátttaka er á meistaramótinu í fjölþrautum, eins og fram kemur í annari frétt hér á síðunni frá því í gær, en alls eru 49 keppendur skráðir í öllum fjórum aldursflokkum. Búast má við spennandi keppni um helgina og verður m.a. gaman að fylgjast með því hvort Helga Margrét Þorsteinsdóttir nær að bæta Íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur í fimmtarþrautinni, en það er 3843 stig frá árinu 2006. Íslandsmet karla í sjöþraut er líklega besta Íslandsmet sem til er í frjálsíþróttum, en það er 6293 stig í eigu Jóns Arnars Magnússonar frá heimsmeistaramótinu í Maebashi árið 1999, en sá árangur er sá tíundi besti í heiminum frá upphafi.
 
Skránig á meistaramót öldunga fer fram á staðnum og eru nánari upplýsingar um mótið m.a. tímaseðill að finna undir mótaskránni hér á síðunni. Allar upplýsingar um MÍ í fjölþrautum eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
Það eru frjálsíþróttadeildir Ármanns (MÍ í fjölþrautum) og ÍR (MÍ öldunga) sem sjá um framkvæmd mótanna um helgina.

FRÍ Author