MÍ í fjölþrautum Irma og Ingi Rúnar leiða keppni að loknum fyrri degi

Í flokki 16-17 ára pilta er Styrmir Dan Hansen Steinunnarson HSK/UMF-Selfoss fyrstur eftir fyrri dag með 3103 stig. 
 
Í flokki pilta 18-19 ára pilta leiðir Guðmundur Karl Úlfarsson Ármanni með 3380 stig, en á hæla honum er Gunnar Eyjólfsson UFA með 3334 stig.
 
Keppni stúlkna 16-17 ára leiðir Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðablik með 2536 stig.
 
Fylgjast má með úrslitum keppninnar á vefnum á slóðinni: http://tinyurl.com/selfosstraut
 
Fyrsta grein dagsins í dag er 110m grindahlaup karla og pilta sem hefst klukkan 11:00 og langstökk kvenna sem hefst klukkan 11:15.  
 
Á myndinni má sjá Guðmund Karl Úlfarsson fagna bætingu sinni í 400m hlaupi (51,83s) sem var lokagrein fyrri dags í tugþraut. 
 

FRÍ Author