MÍ í fjölþrautum – Ágústa og Börkur íslandsmeistarar í sjöþraut/tugþraut 2009

Nú er lokið keppni á Meistaramóti Íslands í fjölþautum og lengri boðhlaupum, sem fram fór í Þorlákshöfn um helgina.
Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss varð íslandsmeistari í sjöþraut kvenna, hlaut samtals 4480 stig. Í öðru sæti varð Fjóla Signý Hannesdóttir Umf.Selfoss með 3913 stig og aðeins tveimur stigum á eftir henni í 3. sæti varð Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ með 3911 stig.
 
Börkur Smári Kristinsson ÍR varð íslandsmeistari í tugþraut karla , hlaut samtals 5623 stig. Í öðru sæti varð Haraldur Einarsson HSK með 5115 stig og Ólafur Guðmundsson HSK varð í þriðja sæti með 3942 stig, en Ólafur meiddist í grindahlaupinu í morgun og kláraði ekki hlaupið, né heldur stangarstökkið, þannig að hann hlaut engin stig fyrir þær greinar.
 
Íslandsmeistari í tugþraut drengja varð Bjarni Már Ólafsson HSK með 4282 stig.
Íslandmeistari í tugþraut sveina varð Kristján Viktor Kristinsson Breiðabliki með 5350 stig.
Íslandsmeistari í sjöþraut meyja varð María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni með 4110 stig.
 
Þá varð A-sveit ÍR íslandsmeistari í 4x1500m boðhlaupi karla á tímanum 17:35,03 mín.
 
Heildarúrslit mótsins eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni; www.mot.fri.is

FRÍ Author