Fyrr í þessum mánuði setti Hilmar Örn Jónsson (FH) glæsilegt Norðurlandamet í sleggjukasti í flokki U20, þegar hann kastaði drengjasleggjunni (6 kg) 79,81 m og bætti fyrra Norðurlandamet um 1,51 metra. Eldra metið átti Norðmaðurinn Eivind Henrikse. Árangur Hilmars með 6kg sleggju er í þriðja sæti á Evrópulistanum í hans aldursflokki og fjórða sæti á heimslistanum. Lengsta kast í Evrópu í aldursflokki U20 er aðeins 17cm frá meti Hilmars. Hilamar mun verð á fullri ferð í hringnum í águst og keppir m.a. á Norðurlandamót unglinga i Finnlandi í lok ágúst.
27júl