MÍ 2015 . Hafdís Sigurðardóttir með stigahæsta afrekið á 89. Meistaramóti Íslands.

 Annað stigahæsta afrek mótsina náði Aníta Hinriksdóttir (ÍR) í 800 m þegar hún kom í mark á tímanum 2:05,38 sem veitir 1060 stig. Aníta er til alls líkleg á næstu dögum og vikum og stefnir á mót í Belgíu þar sem hún mun fá keppni við hæfi. Þriðja stigahæsta afrek mótsins átti  Arna Stefanía Guðmundsdóttir (FH) með árangri sínum í 400m grindarhlaupi  59,62 sek sem veitir 1033 stig. Arna Stefanía hefur bætt sinn árangur í nokkrum greinum á þessu ári og þykir líleg til að eiga mikið inni í 400m grindarhlaupi þótt henni sé margt til lista lagt í frjálsíþróttum sem sjöþrautarmanni. 
 
Þrjú stigahæstu afrekin á 89. Meistaramóts Íslands komu sem sé frá konum.

FRÍ Author