MÍ 15-22 ára, úrslit fyrri dagur

Örn Davíðsson frá FH hafði mikla yfirburði í kúluvarpi ungkarla 19-22, en hann sigraði með kasti uppá 14,86m. Mikil spenna ríkti fyrir 800m hlaupi ungkarla 19-22 ára, þar sem Snorri Sigurðsson og Ólafur Konráð Albertsson úr ÍR komu nánast jafnir í mark, Snorri var þó fyrri til og sigraði á tímanum 1:55,38min en Ólafur á tímanum 1:55,77min Það sama var uppá teningnum í 200m hlaupi ungkvenna 19-22 ára þar sem Stefanía Hákonardóttir úr Fjölni sigraði, á tímanum 26,49sek. og fast á hæla hennar kom Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir úr Breiðablik á tímanum 26,76sek.
 
Búast má við spennandi keppni í stigakeppninni þegar 2. keppnisdagur hefst á morgun. Staðan í stigakeppninni er eftirfarandi:
Félag Dagur 1 Dagur 2 Samtals
ÍR 147,5 0,0 147,5
FH 81,5 0,0 81,5
HSK/UMF.Selfoss 77,0 0,0 77,0
Breiðablik 65,0 0,0 65,0
Fjölnir 45,5 0,0 45,5
UFA 43,0 0,0 43,0
Ármann 27,0 0,0 27,0
HSÞ 17,0 0,0 17,0
USÚ 12,0 0,0 12,0
UMSE 12,0 0,0 12,0
UMSS 11,0 0,0 11,0
Afturelding 7,5 0,0 7,5
UMFÓ 6,0 0,0 6,0
USVS 5,0 0,0 5,0
USAH 5,0 0,0 5,0
HHF 5,0 0,0 5,0
UÍA 1,0 0,0 1,0
 
 
Nánar um úrslit mótsins í mótaforriti FRÍ
 

FRÍ Author