Örn Davíðsson frá FH hafði mikla yfirburði í kúluvarpi ungkarla 19-22, en hann sigraði með kasti uppá 14,86m. Mikil spenna ríkti fyrir 800m hlaupi ungkarla 19-22 ára, þar sem Snorri Sigurðsson og Ólafur Konráð Albertsson úr ÍR komu nánast jafnir í mark, Snorri var þó fyrri til og sigraði á tímanum 1:55,38min en Ólafur á tímanum 1:55,77min Það sama var uppá teningnum í 200m hlaupi ungkvenna 19-22 ára þar sem Stefanía Hákonardóttir úr Fjölni sigraði, á tímanum 26,49sek. og fast á hæla hennar kom Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir úr Breiðablik á tímanum 26,76sek.
Búast má við spennandi keppni í stigakeppninni þegar 2. keppnisdagur hefst á morgun. Staðan í stigakeppninni er eftirfarandi:
Félag | Dagur 1 | Dagur 2 | Samtals |
ÍR | 147,5 | 0,0 | 147,5 |
FH | 81,5 | 0,0 | 81,5 |
HSK/UMF.Selfoss | 77,0 | 0,0 | 77,0 |
Breiðablik | 65,0 | 0,0 | 65,0 |
Fjölnir | 45,5 | 0,0 | 45,5 |
UFA | 43,0 | 0,0 | 43,0 |
Ármann | 27,0 | 0,0 | 27,0 |
HSÞ | 17,0 | 0,0 | 17,0 |
USÚ | 12,0 | 0,0 | 12,0 |
UMSE | 12,0 | 0,0 | 12,0 |
UMSS | 11,0 | 0,0 | 11,0 |
Afturelding | 7,5 | 0,0 | 7,5 |
UMFÓ | 6,0 | 0,0 | 6,0 |
USVS | 5,0 | 0,0 | 5,0 |
USAH | 5,0 | 0,0 | 5,0 |
HHF | 5,0 | 0,0 | 5,0 |
UÍA | 1,0 | 0,0 | 1,0 |
Nánar um úrslit mótsins í mótaforriti FRÍ