Úrslit í stigakeppni einstakra flokka urðu eins og neðan greinir: Gull-Silfur-Brons
15 ára. Stúlkur: Breiðablik – UFA – UMSS
15 ára. Piltar: HSK/UMF.Selfoss – FH – UMSE
15 ára. Piltar: HSK/UMF.Selfoss – FH – UMSE
16-17 ára. Stúlkur: ÍR – UMSS – UFA
16-17 ára. Piltar: Breiðablik – ÍR – Ármann
16-17 ára. Piltar: Breiðablik – ÍR – Ármann
18-19 ára. Stúlkur: ÍR – HSK/UMF.Selfoss – UMSE
18-19 ára. Piltar: Breiðablik – ÍR – UMSS
18-19 ára. Piltar: Breiðablik – ÍR – UMSS
20-22 ára. Ungkonur: ÍR – UMSE – UFA
20-22 ára. Ungkarlar: ÍR – Breiðablik – FH
20-22 ára. Ungkarlar: ÍR – Breiðablik – FH
Af einstökum árangri keppenda á mótinu er af mörgu gleðilegu að taka og ljóst að afar jákvæð þróun hefur átt sér stað í ástundun og árangri ungmenna víða um land í einstökum greinum og almennt séð. Árangurinn í þessum aldurshópunum 15-22 ára endurspeglast m.a. í þeim frábæra árangri sem ungmenni okkar náðu á HM-U18, EM-U20 og NM-U23 í sumar. Um næstu helgi mun glæsilegur hópur 16 keppenda halda til Finnlands og keppa á NM U20. Árangur í einstaka greinum á MÍ um helgina mótaðist nokkuð af því að mótið var nýtt sem undirbúningsmót fyrir þá einstaklinga sem verða í eldlínunni á NM 17-18 ágúst. Og jafnframt að nokkru leiti af því að meistaramótið er einnig stigakeppni milli félaga og því keppa margir í fleiri greinum en þeim sem þeir leggja helst stund á – sem getur komið niður á hámarksárangri í einstakri grein.
Á næstu dögum munu birtast hér í fréttaveitu FRÍ frétta-stiklur frá mótinu þar sem ljósi verður varpað á árangur og dugnað einstaklinga á mótinu og þá jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað og er að eiga sér stað innan félaganna í einstökum greinum og almennt séð.
Frjálsíþróttasamband Ísland þakkar Breiðablik góða mótstjórn og fyrirmyndar framkvæmd á mótinu í fallegu veðri í Kópavogi.
Ítarlegar upplýsingar um úrslit má sjá – HÉR http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2129D1.htm
Einnig má nálgast úrslit mótsins undir hnappnum Mót á forsíðunni vit vinstri:
1. Smelltu á hnappinn MÓT hér til vinstri
2. Smelltu á MÓTAFORRIT
3. Smelltu á Meistaramót Íslands 15-22 ára (PDF-skrá ) – bingó
4. Þú getur svo smellt á einstakar greinar og skoðað úrslitin sem birtast skömmu eftir að keppni líkur í hverri grein.