MÍ 15-22 ára – ÍR Íslandsmeistarar , Helga Margrét bætti fjögur met

ÍR ingar sigruðu stigakeppnina í fjórum aldursflokkum, í flokkum meyja, stúlkna, ungkvenna og drengja og lið Breiðabliks sigraði í aldurflokkum sveina og ungkarla.
 
Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni bætti í dag metin í stúlkna (17-18 ára) og unglingaflokki (19-20 ára) í kúluvarpi og 200m, en hún varpaði kúlunni 13,45 metra og bætti eigin met sem hún setti á Stórmóti ÍR fyrir hálfum mánuði um 38 sm, en það var 13,07 metrar. Þá bætti hún eigið stúlknamet í 200m (24.95s) og met Sunnu Gestsdóttur í unglingaflokki (24.92s) þegar hún hljóp á 24.78 sek. Helga Margrét sigraði í öllum sex greinum sem hún tók þátt í á mótinu, 60m, 200m, 60m gr., langstökki, hástökki og kúluvarpi.
 
Þá bætti stúlknasveit FH met stúlknasveitar ÍR frá sl. ári um 20/100 úr sek., en sveit FH hjóp á 1:50,08 mín. Sveitin skipuðu þær Sara Úlfarsdóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir, Hugrún Björk Jörundardóttir og Dóra Hlín Loftsdóttir.
 
Einar Daði Lárusson ÍR sigraði í fjórum greinum í drengjaflokki, 60m, 200m, 60m grindahlaupi og langstökki.
Þorsteinn Ingvarsson HSÞ sigraði einnig í fjórum greinum í ungkarlaflokki, langstökki, hástökki, stangarstökki og kúluvarpi.
Jón Kristófer Sturluson Breiðabliki sigraði í þremur greinum í sveinaflokki, langstökki, hástökki og 200m.
Linda Björk Valbjörnsdóttir UMSS sigraði í þremur greinum í meyjaflokki, 60m, 200m og 60m grindahlaupi.
Hafdís Sigurðardóttir HSÞ sigraði í þremur greinum í ungkvennaflokki, langstökki, þrístökki, 200m.
 
Heildarúrslit mótins eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, bæði í einstökum greinum og í stigakeppni mótins.

FRÍ Author